Lífás er heildsala sem sérhæfir sig í innflutningi á vörum tengdum heilbrigðiskerfinu.

Fyrirtækið var stofnað árið 2012 eftir langan undirbúning. Við stofnum hafði fyrirtækið þegar tryggt sér umboð fyrir vörur sem sameinuðu helst áhersluatriði fyrirtækisins, gæði og gott verð.

Stefna fyrirtækisins er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði. Enn fremur leitast fyrirtækið við að bjóða heilbrigðisstarfsfólki upp á þær vörur sem það kýs að vinna með og hjálpar þeim að veita sem besta heilbrigðisþjónustu.